laugardagur, desember 9

drink your gin and tonikka....

af öllum 58 jólalögunum sem límvíraði þá tókst mér að finna eitt star wars jólalag sem skartar C3PO og R2-D2, mér til mikillar gleði...

reyndar held ég að rayn charles og baby its cold outside sé í miklu uppáhaldi þessi jólin.
ég ,,skreytti" heima hjá mér áðan, ef skreyta má kalla. ég fékk staðfestingu á því að ég er allt annað en minimalísk og á þess vegna ekki að reyna troða meira dóti inn hjá mér. jújú, fékk mér lítið jólatré sem ég ætla setja upp 20.des þegar seinasta prófið er inni á skrifborðið sem ég læri á. svona mitt ha ha ha skrifborð-ætla sko aldeilis ekki að nota þig í 2 vikur! hafðu það!
ég er svo blúsuð akkúrat núna, ég veit ekki hvaðan á mig stendur veðrið. kannski er þetta aldurinn. kannski er þetta sú staðreynd að kl.1.27 á föstudagskvöldi og ég man ekki hvenær ég fékk mér í aðra tána seinast og ég er að melta hvort ég eigi að hætta þykjast læra. kannski er ég blúsuð því ég er búin að vera hlusta á jólalög, skoða eldgamlar myndir og lesa gamla tölvupósta. ég er í myndaátaki sem ætti ekki að hafa farið framhjá neinum lesanda svo að ég er að reyna sortera myndir og koma þeim í albúm og svoleiðis og ég var bara klökk yfir gömlu myndunum af okkur stelpunum í hinum og þessum partíum...
fann líka svona semi óþægilegar gamlar kærustuparamyndir, kannski ég hafi bara tárast yfir því hversu sæt við vorum þá...
en sparkaði þeim skó svo það nær ekki lengra.
en já, gömlu tölvupóstarnir settu samt punktinn yfir i-ið og fengu fyrsta tárið til að renna. get ekki sagt að þetta hafi leitt til ekka, meira bara svona 4 tára, 2 úr hvoru auga.
háleynilegt verkefni sem ég er að föndra og vinna að...more to come later.....

svo datt ég inn á blogg einnar stelpu sem var með mér í grunnskóla en mér fannst ekki skemmtileg og vil meina að við eigum EKKERT sameiginlegt en viti menn, hennar skrif hefðu getað verið mín..allavega svona eitt, nema hún setti óþolandi marga bros og blikkkalla og ég HATA þannig.
en elska Capslock.

en já, fyrsti á afmæli er á morgun.


nei ég er komin með svarið við þessari ótrúlegu viðkvæmni.... RÓSA!..... auvðitað, helvítis hormónaójafnvægi... stúlka með of mikið testósterón má bara ekki við einhverjum svona sveiflum, hún fer bara að gráta.
ég er að spá í að tala um mig í þriðju persónu alla helgina.
sigga á afmæli. sigga má tala svona. siggu langar í rauðvín.
ohhhh þetta ætti að verða góð helgi.

taldi dvd myndirnar mínar áðan, þær eru 52 og það er fyrir utan þáttaseríur. svoldið írónískt fyrir stelpu sem á ekki sjónvarp og lánaði dvd spilarann sinn.

fjölskyldan mín er farin að hafa áhyggjur af star wars áráttunni minni.... það er víst e-ð ,,spes" við það að kaupa risavaxinn darthwader pez kall sem spilar lagið og er með lýsandi rauð augu... og kaupa litla starwars kalla til að hengja á jólatréð....
jæja, það verður að hafa það.
ég verð konan með allt gamla starwars dótið..svona nútíma kisu-konan, starwars-konan.

ég er súr.
Your a foul one Mr.Grinch
your a nasty wasty skunk
your soul is full of gunk
stink stank stunk

farin að lesa um most evil men and women in history, nýjasta bedtime lesningin mín.
gef skít í greindar og persónuleikapróf.

siggadögg
-sem á fyrsta í afmæli á morgun-

3 ummæli:

Kleina sagði...

Jólalögin duga venjulega á mig sérstaklega þegar þegar ég sit ein allan daginn og læri og hlusta á þau með... River með Robert Downey Jr... t.d.

Hef örugglega tekið AMK eina skælu í hverjum Jólaprófum...er ekki svona í vorprófunum þau eru öðruvísi.

Nafnlaus sagði...

Veistu að ef maður googlar Sigga Dögg þá koma 35,500 hitt.. fannst það bora mokkuð gott.

Halldora sagði...

Til hamingju með afmælið Sigga!!
Hafðu það rosa gott á afmælisdaginn og við sjáumst bara vonandi um jólin..
Halldóra :*